
2014-15 // Stofnandi hóps, handritahöfundur og leikkona
KONUBÖRN
Hópinn skipaði Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir vorið 2014. Þær Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skrifuðu handrit í sameiningu og fengu Björk Jakobsdóttur til þess að leikstýra hópnum í Gaflaraleikhúsinu.
Um sýninguna
Verkið fékk nafnið Konubörn og fjallar um vandkvæðin sem fylgja því að vera hvorki barn né fullorðin, hvorki stelpa né kona. Handritið er unnið úr sönnum atburðum og hugleiðingum hópsins á þeim tíma
„Hvenær verður maður eiginlega fullorðinn? Er það þegar maður fermist eða þegar maður talar bara um kapítalisma og áhrif hrunsins í afmælum? Er ég góður feministi? Á ég að raka á mér lappirnar eða ekki? Af hverju er ég á lausu? Ef ég er í sambandi, er ég þá ekki sjálfstæð sterk kona? Er ég meðvirk?”
Sýningin var tekin upp haustið 2015 og var sýnd alls 24 sinnum fyrir fullu húsi.
Dómar í Harmageddon: HÉR