top of page

SPEGILBROT

2014 

Spegilbrot stofnuðum við Hallfríður Þóra Tryggvadóttir saman með það markmið að gera þáttökuleikhússýningu í Tjararbíói þar sem við vildum rannsaka sjálfið og birtingarmyndir þess. Við fengum með okkur í lið nokkra listamennog unnum í sameiningu sýninguna útfrá devised aðferðum og samsköpun

Sviðslistahópurinn Spegilbrot býður leikhúsgestum í ferðalag þar sem gestir upplifa leikhústöfra jafnt á stóra sviði Tjarnarbíós, í stigagöngum þess sem og í óvæntum rýmum hússins. Blandað er saman ýmsum listformum, svo sem leiklist, myndlist, tónlist, vídjólist og gjörningalist.


Um sýninguna

Viðfangsefni sýningarinnar eru speglar og sjálfið. Litið er inn í hugarheima ólíkra einstaklinga og eru speglar skoðaðir í öllum sínum birtingarmyndum. Speglar hafa áhrif á nánast allar hliðar okkar daglega lífs, allt frá mótun sjálfsmyndar okkar og miðlun hennar gegnum samskiptamiðla Internetsins yfir í flóknustu tækninýjungar vísindanna.
 

Höfundar, stjórnendur og flytjendur sýningarinnar eru meðlimir sviðslistahópsins Spegilbrots. Hópinn skipa Auður Friðriksdóttir, Guðmundur Felixson, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. Leikmynd: Hallveig Kristín Eiríksdóttir Aðrir listamenn sem koma að sýningunni:  Auðunn Lúthersson, Samaris og Ugla Stefanía Jónsdóttir.

bottom of page